Breiðholt Got Talent – hæfileikakeppni félagsmiðstöðvanna í Breiðholti

 í flokknum: Bakkinn, Hellirinn, Hólmasel, Hundraðogellefu, Óflokkað

Breiðholt Got Talent- Hæfileikakeppni félagsmiðstöðvanna í Breiðholti var haldin í 12.skipti í Breiðholtsskóla í kvöld, samhliða henni var líka söngkeppni Breiðholts en sérstök dómnefnd sá um að velja besta söngatriðið. Það var vægast sagt stórkostleg mæting á viðburðinn en tæplega 200 unglingar mættu á keppnina. 11 glæsileg atriði tóku þátt í ár en dómarar völdu efstu þrjú atriðin sem áhorfendur í sal fengu síðan að kjósa um. Sigurvegararnir komu úr félagsmiðstöðinni Bakkanum með frumsamda lagið „Ég er skinka“ en í því atriði voru Nikki, Tristan, Emilía, Alexandra og Era. Í öðru sæti var hún Kimberly úr félagsmiðstöðinni 111 með glæsilegt söngatriði og því þriðja var hún Ásdís úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli. Sigurvegari söngkeppni Breiðholts var síðan hún Kimberley úr 111 en hún mun taka þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvanna í Breiðholti í söngkeppni Samfés í lok apríl. Framtíðin er sannarlega björt í Breiðholti.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt