Dagskrá Október

 í flokknum: Hundraðogellefu

Dagskráin fyrir Október er komin í hús og er mikið framundan í þessum mánuði. Þann 7.Október fær 8.bekkurinn að koma með okkur í óvissuferð þar sem við endum síðan á því að borða pizzu og gista í Hundrað og Ellefu. Við mælum með fyrir alla í 8.bekk í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla að mæta, þar sem þetta er frábær leið til að kynnast öllum betur!

Náttfatanótt fyrir 9. og 10.bekk verður haldin 16.október og er það einn vinsælasti viðburðurinn meðal unglingana. Þar verður dagskrá alla nóttina, meðal annars pizza, borðtennismót, bíómyndir og við lofum miklu fjöri.

Lokað verður í Hundrað og Ellefu í vetrarfríi skólanna 22.-26.október og 9.október á starfsdegi starfsfólks.

Annars er mætingin í þessum fyrsta mánuði skólaársins búin að vera frábær og við hlökkum til framhaldsins.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt