Dagskráin, heill dagur 12. október og vetrarfrí.

 í flokknum: Vinasel

Við erum búin að eiga fínar vikur núna í Vinaseli. Við höfum haft tækifæri til þess að bæta innra starfið hjá okkur núna síðustu tvær vikur. Þannig að við erum búin að vera brasa margt skemmtilegt eins og t.d. að fara í Bingó, föndra og hafa skákklúbb. Í þessari viku og þeirri næstu fær lýðræðið aðeins að njóta sín. Í gær og í dag erum við að kynna börnin fyrir hugmyndakassanum okkar og óska eftir hugmyndum frá börnunum til kjósa um. Á mánudeginum verða síðan kosningar og á miðvikudaginn gerum við eitthvað skemmtilegt sem börnin hafa kosið um.

Við erum líka með þema í gangi þessa dagana sem heitir „Hópleikir og vinátta“. Við erum búin að vera dugleg að hafa útileiki fyrir börnin og aðeins búin að hafa hópleiki inn líka.

Næsti heili dagur hjá okkur er 12. október. Skráning er hafin á Vala.is.

21.-25. október er vetrarfrí í Seljaskóla og þá er líka lokað í Vinaseli

Það er best að hringja í mætingarsímann okkar ef þið þurfið að heyra í okkur eftir hádegi: 664-4330

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt