Dýrinn stór og smá

 í flokknum: Álfheimar

Í  vikunni var áherslan á að leyfa börnunum að kynnast dýrunum sem deila þessari jörð með okkur. Við eyddum stórum hluta dagsins við seljatjörn að veiða síli og hafa gaman. Vorum við ótrúlega heppin með veður og sólin lék við okkur.

Á þriðjudeginum fórum við í heimsókn á náttúrufræðistofnun Kópavogs að skoða dýrin sem þar má finna og enduðum í sund.

Miðvikudagur fór fram í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Gekk það mjög vel og voru börnin yfir sig spennt að skoða dýrin sem þar búa.

Á fimmtudeginum fórum við í dagsferð á Bjarteyjarsand. Þar fengu börnin að njóta sín í sveitinni og upplifa dýrin í mikilli nánd. Ferðin gekk mjög vel og börnin alveg búinn á því í lok dags.

Eftir viðburðarríka og skemmtilega viku var föstudagurinn heldur rólegri. Við töluðum um dýrin sem við sáum í vikunni, fórum í leiki og leyfðum börnunum að lita, teikna og mála uppáhalds dýrin sín.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt