Eurovision, endurvinnsla og sumarfrístund.

 í flokknum: Vinasel

Í þessari viku verður Eurovision gleði þar sem við sýnum lögin sem keppa til að komast áfram og geta börnin gert sinn eiginn lista um hver þau halda að komist áfram í loka keppnina. Á mánudag verða sýnd lögin frá fyrri undanúrslitunum og á miðvikudag verða sýnd lögin frá seinni undanúrslitunum. Í næstu viku verður svo Eurovision partý og diskó enn nánar um það í næstu viku.

Í þessari viku erum við að klára gróðurklúbba verkefnið okkar þar sem börnin fá að gróðursetja plönturnar sem við erum búin að vera að rækta hérna í Vinasel og tekur við nýtt verkefni sem snýst um endurvinnslu. Börnin fá að horfa á myndbönd sem tengjast endurvinnslu og skapa umræður út frá þessum myndböndum og einnig verður farið um hverfið að týna rusl og flokka þau í rétt rusl.

Minnum á að ennþá er opið fyrir að skrá börnin í sumarfrístund enn öll börn byrja á biðlista á meðan við erum að skipuleggja sumarið. Bráðlega kemur í ljós hverjir komast inn af biðlista enn mjög margir hafa sótt um eins og staðan er núna.

Minnum líka á að það er best að hringja í mætingarsímann okkar ef þið þurfið að heyra í okkur eftir hádegi: 664-4330

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt