Eurovision, ÍR rútan og lokað næsta mánudag..

 í flokknum: Vinasel

Í síðustu viku var Eurovision partý hérna í Vinasel eftir að hafað verið með Eurovision kostningar vikuna fyrir. Börnin fengu að horfa á lögin sem voru að keppa í hvorri undankeppninni og þau áttu að giska eitt og sér hver þau héldu að myndu komast áfram í aðalkeppnina. Þau börn sem giskuðu flest rétt fengu viðurkenningarskjal sem nefndi þau „Eurovision snilling Vinasels 2023“ og voru 11 börn sem fengu slíkt viðurkenningarskjal. Á miðvikudaginn í síðustu viku var svo Eurovision partý þar sem börnin hlustuðu á öll lögin í aðalkeppninni, sungu og dönsuðu með og fengu ís.

Í seinustu viku var líka boxklúbbur, endurvinnsluklúbbur og söguklúbbur svo nefna megi nokkra viðburði sem við erum með hérna í Vinasel og gengur frábærlega með þessa klúbba. Við enduðum svo vikuna á kósíheitum og horfðum á bíómynd.

Í þessari viku er mikið klúbbastarf í boði ásamt mörgum öðrum föstum liðum enn vil vekja athygli á týpíska Íslenska veðrið okkar sem er búið að vera t.d um helgina, munið að senda börnin með föt í skólann og Vinasel sem hafa þau tilbúin í hvaða veður sem er. Viljum síðan líka vekja athygli á því að ÍR rútan gengur til og með 2. júní þannig ef það eru einhverjar íþróttir sem börnin eru ennþá í eftir þann dag er það á ábyrgð foreldra að meta hvernig börnin fara þá á æfingu.

Minnum líka á að þið fenguð sendan tölvupóst með könnun um viðhorf foreldra til starfsemi frístundaheimilanna á vegum Reykjavíkurborg og hvetjum við ykkur um að svara þeirri könnun. Næsta mánudag þann 29. maí er svo lokað í Vinasel þannig við tökum við börnunum aftur þriðjudaginn 30. maí.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt