Föstudagspistill Regnbogans

 í flokknum: Regnboginn

Þetta er búin að vera stutt vika hjá okkur. Höfum verið áfram mikið í útiveru. Næsta vika verður lífleg hjá okkur, á þriðjudaginn kemur hún Sólveig með tónlistarklúbbinn sinn,
Tanja verður hjá okkur á fimmtudaginn með eitthvað spennandi og skemmtilegt verkefni í sköpun og útinámi og svo ætlum við að enda vikuna á Eurovision partýi á föstudaginn.

 

Minnum áfram á skráningu í sumarstarf en nánari upplýsingar um það er að finna á www.fristund.is og einnig er opið fyrir skráningar næsta vetur í Regnbogann.

 

Núna er búið að opna fyrir það að foreldrar komi inn til okkar (með grímu) og því ekki úr vegi að kíkja við og skoða óskilamunina okkar.

 

Annars er mætingasíminn okkar 664-4523 og hvetjum við ykkur til að beina símtölum varðandi heimferðatíma barnanna þangað.

 

Hægt er að ná í forstöðumann og aðstoðarforstöðumann á morgnana ef þörf er á spjalli varðandi börnin, Þorbjörg s: 695-5037 og Sigrún s: 695-5089.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt