Frístundaheimilið Hraunheimar

Frístundaheimilið Hraunheimar er safnfrístund fyrir börn úr 3-4. bekk í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Miðbergi. Forstöðumaður er Árbjörg Ólafsdóttir (er í veikindaleyfi). Forstöðumaður er Jónína Kristín Þorvaldsdóttir. Aðstoðarmaður er Patrekur Litríkur Leó Róbertsson.

Í Hraunheimum er opið alla daga frá kl .13:40 og til kl. 17:00. Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla og páskaleyfi er opið allan daginn í Hraunheimum frá kl. 08:00 – 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum.
Hraunheimar eru lokaðir í vetrarleyfi skólans.

Frístundaheimilið Hraunheimar eru starfræktir í Hraunbergi 12.

Börnin eru sótt af starfsmönnum Hraunheimar í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla kl. 13:40.
Alla daga er útivera fyrir 3- 4. bekk.
Fastir liðir eru íþróttasalur, útieldun, klúbba- og smiðjustarf.

Klúbba- og smiðjustarf er í boði eftir útiveru, eða á milli klukkan 15 og 16. Þá er einnig í boði að fara í val. Meðal þess sem hefur verið í boði má nefna útivistarklúbb, bakstursklúbb, spilaklúbb, margvíslegar listasmiðjur og föndur og margt fleira. Auk þess voru starfræktir sérstakir klúbbar í tengslum við hæfileikakeppni, leiklistar- og kvikmyndahátíðir frístundaheimilanna.

Daglega bjóðum við upp á ávexti og grænmeti frá 15.30 til 16.00. Við leggjum mikið upp úr fjölbreytilegu úrvali og höfum meðal annars haft epli, banana, appelsínur, melónur, perur, vínber, ananas, paprikur, gulrætur, gúrkur og fleira.

Boðið er upp á síðdegishressingu frá því að börnin mæta og til kl. ca. 14.20.

Reynt er að leggja áherslu á gæði hráefnis og hollustu þegar kemur að síðdegishressingunni. Stuðst er við markmið Lýðheilsustöðvar um hollustu á frístundaheimilum við gerð matseðils. Í matsalnum er vatnsvél og einnig geta börnin fengið sér léttmjólk alla daga.

Dæmi um matseðil er: Mánudagur – AB-léttmjólk með ávöxtum, musli og hnetum, þriðjudagur – Trefjaríkt brauð og álegg (egg, kotasæla, grænmeti og kjúklingaálegg), miðvikudagur –  Grófar pítur með grænmeti og kjúklingaskinku, fimmtudagur – Ávaxta- og grænmetishlaðborð, föstudagur – Hreint skyr og frosnir ávextir.

Við hvetjum börnin til að vera sjálfstæð í matsalnum, eins og að smyrja sjálf, en við erum ávallt innan handar og aðstoðum börnin eins og þarf.

Starfsmenn

Starfsmenn

 • Árbjörg Ólafsdóttir
  Árbjörg Ólafsdóttir Forstöðumaður frístundaheimilið Hraunheimar

  Sími: 695-5064

  Árbjörg er í veikindaleyfi

 • Jónína Kristín Þorvaldsdóttir
  Jónína Kristín Þorvaldsdóttir Forstöðumaður frístundaheimilið Hraunheimar
 • Patrekur Litríkur Leó Róbertsson
  Patrekur Litríkur Leó Róbertsson Frístundaleiðbeinandi

  Hann/he

  • Hulda Loftsdóttir
   Hulda Loftsdóttir Frístundaleiðbeinandi
   • Stefán Erlendsson
    Stefán Erlendsson Frístundaleiðbeinandi
    • Daníel Daníelsson
     Daníel Daníelsson Frístundaleiðbeinandi
     • Marina Krasovska
      Marina Krasovska Frístundaleiðbeinandi
      • Mihajlo Milanovic
       Mihajlo Milanovic Frístundaleiðbeinandi
       Frístund +

       Frístund +

       Handbók

       Hraunheimar

       Contact Us

       We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

       Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt