Fyrstu dagarnir í Regnboganum

 í flokknum: Ekki forsíða, Regnboginn

Þessir fyrstu dagar í Regnboganum hafa liðið hratt og gengið vel. Enn erum við í manneklu og því ekki öll börn búin að fá vistun hjá okkur og ekki fyrirséð hversu langan tíma mun taka að leysa úr þessu.

Æfingar barnanna eru hafnar og mikilvægt að öll skili æfingablöðum til okkar sem allra fyrst svo við getum haft skipulagið á þessu sem allra best.

ÍR rútan stoppar ekki hjá okkur eins og er og því þurfa börnin að ganga annaðhvort niður í Vinaheima eða uppí Vinasel til að taka hana. Þróunin hefur því oftast verið sú að þau kjósi frekar að ganga/hjóla saman í hóp niður á ÍR svæði og hefur það gengið mjög vel hingað til.

Við erum búnar að opna fyrir skráningu á alla heila daga í vetur inni á vala.is.
Athugið að dagarnir eru ekki þeir sömu í báðum skólum og því nauðsynlegt að hafa skóladagatalið í skóla barnsins til hliðsjónar þegar dagarnir eru valdir.
Almennt lýkur skráningu á heila daga viku fyrir daginn nema fyrir jóla og páskaleyfi þá lýkur skráningunni eitthvað fyrr.
Við sendum út áminningar fyrir hvern og einn af þessum dögum en eftir að skráningarfresti lýkur er ekki hægt að skrá.
Næsti heili dagur er 9. september nk. en þann dag er skipulagsdagur í bæði Selja og Ölduselsskóla og er skráningin opin til 2. september.
Bestu kveðjur
Þorbjörg og Sigrún Ósk
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt