Gleðilegt ár!

 í flokknum: Óflokkað, Regnboginn
Þann 23. janúar nk. er heill dagur fyrir börn í Seljaskóla og fer skráning fram á www.vala.is eins og venjulega. Þennan dag er venjulegur dagur hjá Ölduselsskóla og lýkur skráningu þann 16.1 nk.
Nú eru tómstundir og æfingar hafnar að nýju og minnum við á að þið berið ábyrgð á að upplýsa okkur ef einhverjar breytingar eru núna um áramótin.
Nú er rútínan að hefjast að nýju og ýmislegt spennandi á næstu grösum. Meðal annars er Breiðholt Got Talent í næsta mánuði og því fer af stað fljótlega undirbúningur fyrir það. Við verðum með okkar eigin undankeppni þar sem við veljum okkar fulltrúa í keppnina.
Við höldum að sjálfsögðu áfram með allt venjubundið starf, karaokiklúbbinn, sundið, íþróttaklúbb, mario kart á fimmtudögum, listasmiðjuna og margt fleira spennandi er á döfinni hjá okkur.
Við minnum á mætingasímann okkar 664-4523 og nóg er að senda sms til að tilkynna forföll eða breytingar á heimferðatíma barnanna.
Bestu kveðjur
Þorbjörg og Sigrún Ósk
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt