Gleðilegt sumar <3

 í flokknum: Álfheimar
Kæru foreldrar/forráðamenn
Við viljum byrja á því að þakka ykkur fyrir samstarfið í vetur. Það var bæði krefjandi að vinna með hópa í kringum Covid en einnig mjög skemmtilegt. Börnin hafa staðið sig ótrúlega vel og er búið að vera einstaklega gaman að vinna með þeim.
Álfheimar eru sem fyrr segir komnir í sumarfrí og því engin frístund í dag.
Við kveðjum með söknuði annan bekkinn sem er að fara í frístundaheimilið Hraunheima næsta vetur. Og þá hlökkum við til að taka á móti fyrsta bekk að nýju í haust.
Við hvetjum ykkur til að sækja um í Álfheimum og Hraunheimum á Völu fyrir næsta vetur til að forðast biðlista.
Takk fyrir veturinn og vonandi eigið þið gleðilegt sumar ❤
Ykkar
Starfsfólk Álfheima ❤
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt