Hæfileikakeppni, skráning fyrir næsta vetur og lokað á fimmtudag í næstu viku.

 í flokknum: Vinasel

Við ætlum að hafa undankeppni fyrir hæfileikakeppni frístundaheimilanna á þriðjudaginn (20.4.). Það er stutt í þetta þannig að við höfum ekki mikinn tíma til þess að láta börnin æfa hjá okkur, hólfaskiptingin gerir allar æfingar mjög erfiðar. En við viljum endilega gera það besta úr þessu og gefa börnunum tækifæri að sýna atriðin sem þau æfðu fyrr í vetur. Við ætlum að reyna að hafa streymi frá keppninni, þannig að foreldrar geta fylgst með. Tvö atriði komast áfram í aðal keppnina þar sem við keppum við önnur frístundaheimili í Breiðholti. Hún verður 30. apríl.

Skráning fyrir næsta vetur hefur verið frekar döpur. Það getur komið sér illa þegar við förum að ráða starfsfólk fyrir næsta vetur ef við erum með rangar tölur um barnafjölda sem við eigum von á. Ef það verða biðlistar fyrir börnin að komast inn í frístund næsta haust þá gildir „fyrstur sækir um, fyrstur fær pláss“. Þannig að við hvetjum alla sem ætla að nýta sér Vinasel fyrir börnin næsta vetur að ganga frá skráningu. Skráningin er ekki bindandi.

Það verður lokað hjá okkur á fimmtudaginn í næstu viku því þá er sumardagurinn fyrsti.

Það er síðan starfsdagur 10. maí og þá er líka lokað í Vinaseli.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt