Hæfileikakeppni, sumarnámskeið og skráning fyrir næsta vetur.

 í flokknum: Vinasel

Hæfileikakeppnin var núna á miðvikudaginn. Börnin stóðu sig virkilega vel. Það er ekki auðvelt að fara upp á svið og sýna atriði fyrir framan hóp af fólki en þau voru aldeilis glæsileg og eiga hrós skilið. Tæknimálin hefðu mátt vera betri, hljóðið var ekki nægilega gott og því miður vistaðist myndbandið ekki þrátt myndböndin hafi vistast þegar við vorum að prufa þetta. Mjög svekkjandi en við erum að taka okkar fyrstu skref í þessum streymis málum og eigum eftir að ná betri tökum á þeim.

Frístundaheimilið Vinasel býður upp á skemmtileg sumarnámskeið í sumar. Það er mjög fljótt að fyllast á þau og því er gott að hafa hraðar hendur þegar sækja á um námskeiðin. Við minnum foreldra á að passa vel upp á að barnið sé örugglega skráð á námskeiðið, ef þið hefið ekki fengið staðfestingarpóst þá er barnið ekki skráð. Það hefur gerst reglulega að foreldrar telja að þeir hafi skráð börnin á sumarnámskeið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu og við höfum ekki sama svigrúm á sumrin og á veturna til að bæta við börnum.

Námskeiðin eru vikunámskeið með skemmtilegum og fjölbreyttum þemum og hefst fyrsta námskeiðið mánudaginn 14.júní. Ef hætta á við námskeiðið, þá verður að koma uppsögn sunnudeginum viku fyrir námskeiðið.

Hvert námskeið kostar 9.620 kr og er námskeiðið frá kl 09-16. Það er hægt að skrá barn í viðbótarstund frá kl 08-09 og 16-17 gegn gjaldi.

Opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 27.apríl og hvet ég ykkur til að skrá börnin strax til að tryggja sér pláss í sumarfrístundinni.

Hægt er að skoða okkar námskeið nánar og annað sem er í boði á fristund.is

-Við minnum foreldra á  að skrá börnin í frístund fyrir næsta ár. Börnin sem eru að klára 1. bekk verða áfram hjá okkur í Vinaseli en börnin sem eru að klára 2. bekk fara í frístundaheimilið Regnbogann. Það er safnfrístund fyrir börn í 3. og 4. bekk í Selja og Ölduselsskóla.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt