Heilir dagar, hjól, skráning næsta vetur, leikrit og Álfabyggð

 í flokknum: Vinasel

-Páskarnir nálgast og síðasti dagurinn til þess að skrá börnin á heilan dag um páskana er á morgun, 1. apríl. Þetta eru dagarnir 11. apríl, 12. apríl og 13. apríl.  Þá er hægt að skrá börnin í lengda viðveru í Vinaseli. Það er hægt að skrá börnin hálfan eða heilan dag. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega óháð því hvort barnið er hálfan eða heilan dag. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

-Við viljum biðja foreldra að láta okkur vita ef börnin eiga að hjóla á æfingar í staðinn fyrir að fara með rútunni. Við verðum að fá þær upplýsingar frá ykkur en ekki börnunum.

-Það er búið að opna fyrir skráningar fyrir næsta vetur í Vinasel. Það þarf að sækja um fyrir börnin fyrir veturinn 2022-2023, það gerist ekki sjálfkrafa. Þau börn sem eru að klára 2. bekk fara í frístundaheimilið Regnbogann sem er safnfrístund fyrir 3.-4. bekk í Selja- og Ölduselsskóla. Við hvetjum fólk til þess að sækja um sem fyrst. Það hjálpar okkur mikið að undirbúa næsta vetur að vita hversu mörgum börnum við eigum von á og það minnkar líkurnar á að börnin fari á biðlista í byrjun vetrar.

-Á morgun ætlum við að sýna leikritið um Ávaxtarkörfuna ásamt öðrum frístundaheimilum í Breiðholti. Sýningin fer fram í hátíðarsal Breiðholtsskóla og er foreldrum leikenda boðið að koma og horfa á. Við ætlum að streyma leikritinu á frístundaheimilin þannig að öll börnin fái að sjá þessa metnaðarfullu krakka stíga á svið. Leikritið byrjar 14:45

-Barnamenningarhátíð byrjar í næstu viku. Við erum hluti af listasýningu sem heitir Álfabyggð. Hluti af börnunum í Vinaseli hefur verið að búa til glæsileg álfahús úr ýmiskonar efnivið og hefur hugmyndarflugið aldeilis fengið að njóta sín. Sýningin er í Fella og Hólakirkju og er frá klukkan 14:00 til 16:00 alla næstu viku, nema á miðvikudaginn þá er opið til klukkan 18:00. Við hvetjum foreldra til þess að kíkja við og skoða listaverkin. Við ætluðum að reyna að fara sjálf á þriðjudaginn með börnin sem tóku þátt í sýningunni og hafa áhuga á að skoða hana.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt