Heilir dagar ofl…

 í flokknum: Vinasel

-Það eru samtals 9 heilir dagar í kringum jólin. 20.-23. des, 27.-30 og 3. jan. Skráning er hafin og líkur henni 10. des. Það er mikilvægt að fólk virði þessa dagsetningu því við þurfum að skipuleggja okkar starf eftir fjölda skráninga. Það er hægt að skrá börnin hálfan eða heilan dag.  Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega óháð því hvort barnið er hálfan eða heilan dag. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð. Þið getið afskráð barnið á Vala.is til 10. des.

-Við erum enn þá í hólfaskiptingunni og verðum þannig til 8. des amk. Við erum þó hóflega bjartsýn um að við losnum vegna mikilla smita í samfélaginu.

-Í dag fáum við fest til að taka upp kynningarmyndband fyrir Vinasel. Myndbandið er hugsað fyrir foreldra og aðra sem hafa áhuga á frístundaheimilinu til að fá upplýsingar og innsýn inn í starfsemina.

-Á mánudaginn gátu strákarnir ekki mætt á æfingu því að rútan bilaði og kom alltof seint til okkar. Við fengum ekki upplýsingar um að hún væri biluð og kæmi ekki á réttum tíma fyrr en of seint til að labba með börnin á æfingu.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt