Heill dagur 2. júní, starfsdagar og nýjar sóttvarnar reglur.

 í flokknum: Vinasel

Við þökkum aftur fyrir viðbrögðin á föstudag.

Það er heill dagur 2. júní í Vinaseli og líkur skráningu á sunnudaginn 30. maí. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Síðasti dagurinn í Vinaseli er 9. júní. Það eru starfsdagar hjá okkur 10. og 11. júní. Sumarstarfi byrjar síðan 14. júní.

Það eru komnar nýjar sóttvarnar reglur og þannig að við þurfum ekki lengur að vera í hólfum. Sem gleður okkur mjög mikið. Foreldrar mega koma í frístundarheimilið en fatahengið okkar er lítið og þröngt þannig að við biðjum fólk að hafa grímur því að við getum ekki tryggt 2 metra.

Á miðvikudaginn var lýðræðisdagur hjá okkur í Vinaseli. Þá skiptum við börnunum í litla hópa og biðjum þau að koma með hugmyndir af hlutum sem snúa að frístundaheimilinu. Við báðum þau um hugmyndir um leikföng sem við eigum að kaupa, hvernig klúbba við eigum að vera með og hvað þau vilji gera í útiveru. Við fengum skemmtilegar og frumlegar hugmyndir frá krökkunum sem við getum notað til þess að bæta starfið okkar. Við vonumst einnig til þess að krakkarnir fái þá tilfinningu að þau hafi áhrif á það sem er að gerast í kringum sig og að þeirra raddir skipti máli.

Við minnum foreldra á að skrá börnin í frístund fyrir næsta skólaár. Það gerist ekki sjálfkrafa og þarf að sækja um á hverju ári.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt