Heill dagur á föstudaginn, stjörnupartý á fimmtudaginn og heilir dagar í desember.

 í flokknum: Vinasel

-Það er heill dagur í Vinaseli núna á föstudaginn. Síðasti dagurinn til þess að skrá barnið er í dag. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega óháð því hvort barnið er hálfan eða heilan dag. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum degi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

-Skráningin fyrir heilu dagana um jólin er farin af stað. Við setum inn hámarksfjölda barna sem getur verið á hverjum degi ef við lendum í vandræðum með að manna frístundaheimilið um jólin, vonandi kemur ekki til þess að við þurfum að takamarka börnin sem við getum tekið á móti.

-Í þessari viku ætlum við að vera með stjörnupartý. Þá fá börnin að koma með hugmyndir að einhverju skemmtilegu til að gera í Vinaseli. Þau kjósa síðan úr bestu hugmyndunum á miðvikudaginn og herlegheitin verða síðan á fimmtudaginn.

-Við erum búin að vera að æfa leikritið um Benedikt Búálf á fullu og stefnum við að sýna það 8. desember. Við erum einnig búin að vera að vinna í Skuggaleikhúsinu okkar og erum við að taka upp myndband í þessari viku fyrir foreldra og aðra áhugasama.

-Við ætlum að vera með Jóla-foreldrakaffi á mánudaginn 5. desember sem við auglýsum betur síðar. En takið daginn frá!

Það er best að hringja í mætingarsímann okkar ef þið þurfið að heyra í okkur eftir hádegi: 664-4330

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt