Hjól, fótboltaspil og Harry Potter partý.

 í flokknum: Vinasel

Í síðustu viku var fullur undirbúningur fyrir Harry Potter partýið í dag þar sem var föndrað mikið og skreytt, einnig prófuðum við að fara í okkar eigið Quidditch! Svo var kosning um hvað þau vildu borða og var snúður fyrir valinu. Í dag erum við að horfa á Harry Potter og leyniklefinn og líka að föndra töfrasprota og fleira tengt Harry Potter.

Nú er vorið byrjað að sína sig aðeins og margir byrjaðir að koma á hjóli eða öðru farartæki í skólann sem er allt gott og blessað nema ef barnið þitt er á hjóli (eða öðru farartæki) og er skráð í íþróttir er mjög mikilvægt að láta okkur vita hvort barnið eigi þá að hjóla í íþróttir (og hvort það komi tilbaka á hjólinu ef þau eru skráð koma tilbaka) Ef ekki er látið vita þá sendum við börnin í rútuna og hjólin verða eftir hér í Vinasel.

Ætla einnig að bæta við að ekki er leyfilegt að koma með fótboltaspil eða dót í Vinasel þar sem það getur týnst og tekur Vinasel þá enga ábyrgð fyrir því.

Næsti heili dagur er miðvikudaginn 15. Mars og er ennþá hægt að skrá börnin til 8. mars.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt