Hólf, lokað á fimmtudaginn og næsta skólaár

 í flokknum: Vinasel

-Nú er komin ný sóttvarnar reglugerð og megum við hafa 100 börn í hólfi. Við getum því fækkað hólfunum og verðum í tveim hólfum. Við getum síðan sameinað hólfin þegar fjöldi barnanna fer undir 100.  Þetta léttir okkur lífið töluvert.

-Á fimmtudaginn, 13 maí,  er uppstigningardagur og þá er lokað hjá okkur í Vinaseli.

-Við minnum foreldra á að skrá börnin í frístund fyrir næsta skólaár. Það gerist ekki sjálfkrafa og þarf að sækja um á hverju ári.

-Veðrið er auðvitað búið að vera ljómandi gott og við höfum haldið áfram að vera með dagskrá úti. Við vorum að prufa okkur áfram með úti yoga í vikunni sem gekk ágætlega.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt