Hreystivika, Evrovision og heill dagur 31. maí.

 í flokknum: Vinasel

Við vorum með hreystiviku í síðustu viku og gerðum ýmislegt skemmtilegt eins og til dæmis að fara í frisbígolf, Bandý og vera með þrautabraut. Við vorum líka með heilsuföndur þar sem við vorum að skoða hvað væri hollur matur og hvað ekki. Þessi vika verður með Evrovision blæ og við ætlum að hlusta, dansa og giska á árangur keppenda.

31. maí er skipulagsdagur í Seljaskóla.  Þá er hægt að skrá börnin í lengda viðveru í Vinaseli. Það er hægt að skrá börnin hálfan eða heilan dag og líkur skráningu 24. maí. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega óháð því hvort barnið er hálfan eða heilan dag. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt