Hvatningarverðlaun skóla og frístundaráðs 2023

 í flokknum: Hellirinn

Í dag hlutu þær Þuríður Marín og Eva úr félagsmiðstöðinni Hellinum hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs 2023 fyrir framúrskarandi frístundastarf.

Í félagsmiðstöðinni Hellinum hefur í vetur verið lögð áhersla á að valdefla börn og unglinga í frístundastarfinu. Það er gert með því að tryggja að þau séu virkir þátttakendur í markmiðasetningu þegar unnið er að einstaklingsáætlunum barnanna. Hellirinn leggur þannig áherslu á að börnin hafi áhrif á hvernig frítíma þeirra er háttað, í hvaða aðstæðum þau þurfa eða vilja aðstoð og hvaða markmið þau vilja setja sér í starfinu. Dómnefndin mat þetta vinnulag til mikillar fyrirmyndar og fagnar því að börn með fatlanir fái í meira mæli að hafa áhrif á hvernig frítíma þeirra er háttað.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt