Jóla-foreldrakaffi, heilir dagar um jólin og leiklist.

 í flokknum: Vinasel

Það verður Jóla-foreldrakaffi hjá okkur á mánudaginn 5. desember. Það byrjar klukkan 16:30 og er til 18:00. Það verður föndur og léttar veitingar. Við sendum börnin heim á venjulegum tíma nema við fáum upplýsingar um annað. Vonandi sjáum við sem flesta.

Skráningin fyrir heilu dagana um jólin er farin af stað. Við setum inn hámarksfjölda barna sem getur verið á hverjum degi ef við lendum í vandræðum með að manna frístundaheimilið um jólin, vonandi kemur ekki til þess að við þurfum að takamarka börnin sem við getum tekið á móti. Við mælum með að fólk skrái börnin sem fyrst. Skráning fer fram á Vala.is og henni líkur 9. desember.

Vinasel ásamt öðrum frístundaheimilum í Breiðholti er búið að vera æfa leikritið Benedikt Búálfur og verður leikritið sýnt í Ölduselsskóla 8. desember. Foreldrum þátttakenda er boðið á sýninguna og ættu leikararnir að vera komnir heim með miða með frekari upplýsingum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt