Kosningaúrslit, heill dagur og vetrarleyfi

 í flokknum: Vinasel

Á þriðjudeginum í síðustu viku voru kosningar um dagskrá fyrir fimmtudaginn. Atkvæðin féll þannig að horfa á bíómynd, skreyta muffins og fá ís fengu flest atkvæði. Við teljum að flestir hafi nú verið sáttir með þessar kosningarúrslit og hafa farið sáttir heim á fimmtudeginum.

Í 15. október er skipulagsdagur í Seljaskóla.  Þá er hægt að skrá börnin í lengda viðveru í Vinaseli. Það er hægt að skrá börnin hálfan eða heilan dag og líkur skráningu 11. október. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega óháð því hvort barnið er hálfan eða heilan dag. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Í október er vetrarleyfi í skólum og frístundaheimilum í Reykjavík. Þetta eru dagarnir 22.-26. október og þá er lokað bæði í Seljaskóla og Vinaseli.

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt