Leiklistarhátíð frístundaheimilanna í Breiðholti

 í flokknum: Álfheimar, Bakkasel, Vinaheimar, Vinasel

Leiklistahátíð fyrsta og annars bekkjar í frístundaheimilum Miðbergs fór fram í hátíðarsal Breiðholtsskóla þann 12. mars síðastliðinn. Fram komu börn úr Álfheimum, Bakkaseli, Vinaheimum og Vinaseli. Frístundaheimilin skiptu á milli sín leikritinu um Benedikt búálf.

Fjöldinn allur af hæfileikaríkum leikurum komu á svið en auk þess voru leikmyndirnar einnig gerðar af börnum í frístundaheimilunum og má með sanni segja að ungir og efnilegir sviðshöfundar hafi verið þar á ferð. Börnin hafa stundað stífar æfingar í nokkrar vikur undir leikstjórn starfsmanna á hverjum starfsstað og stóðu sig með stökustu prýði. Allt var lagt til í þetta verkefni og meira að segja fenginn sérlega fær ljósamaður úr 4. bekk í Bakkaseli til að sjá um ljósin í sýningunni.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt