Öskudagur, vetrarleyfi og Réttindatröll

 í flokknum: Vinasel

Nú er janúar loksins búinn og febrúar genginn í garð. Við erum auðvitað enn þá í hólfum en vonum að við getum hafið eðlilegt starf sem fyrst. Það sem er fram undan í febrúar er öskudagurinn og vetrarleyfi. Við höfum verið með öskudagsball með frístundaheimilinu í Ölduselskóla síðustu ár en ég held að það sé full mikil bjartsýni að vonast eftir því. En vonandi megum við hafa öll börnin í Vinaseli saman á balli 17. febrúar. Síðan er vetrarleyfi hjá börnunum 22. og 23. febrúar og þá er lokað í Vinaseli og í Seljaskóla.

Við erum byrjuð aftur á verkefninu „Réttindatröllið“, sem við byrjuðum á í haust en settum á ís vegna Covid. Verkefnið felst í því að taka börn í smærri hópa og ræða greinar í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Skemmtilegt verkefni sem kemur af stað góðum umræðum meðal barnanna.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt