Páskaföndur-Rafrænt tíu12 starf

 í flokknum: Hólmasel

Nú þegar hurðum hefur aftur verið skellt í lás er mikilvægt að sitja ekki
ráðalaus og láta sér leiðast. Heppilega vill svo til að páskafríið  datt í garð þegar að við þurftum að loka dyrum að Hólmaseli í enn eitt skiptið og er því tilvalið að nýta þennan tíma í faðmi
fjölskyldunnar. Það er svo margt æðislegt við páskana og til þess að gera
þennan árstíma skemmtilegri höfum við tekið saman skemmtileg
föndurverkefni sem fjölskyldan getur tekið sér fyrir hendi yfir páskana.

-tekið af lady.is

Pappa páskakrans
Það sem þú þarft :
• Morgunkornskassi eða pappadiskur
• Límstifti
• Fallegan borða
• Skæri
• Lituð blöð/karton
Aðferð :
• Klippið út hring í þeirri stærð sem þið viljið hafa kransinn og klippið svo minni hring
inní.
• Klippið út lítil egg á lituðu kartonin
• Límið eggin á kransinn
• Gerið gat ofarlega í kransinn
• Festið borða í gegnum gatið og hengið upp !

 

Páskaegg úr trölladeigi
Það sem þú þarft :
• 1/2 bolli kartöflumjöl
• 1 bolli matarsódi
• 3/4 bolli vatn
• Blandað saman í potti við vægan hita þar til blandan hitnar.
• Málningu
• Rör
• Fallegan borða
• Greinar
Aðferð :
Byrjið á því að gera trölladeigið
Fletjið það þunnt út og skerið út lítil egg eða notið skapalón til að skera út lítil egg. Notið rör til að gata
efst í eggin. Best er að baka ekki þetta trölladeig heldur leyfa því að þorna yfir nótt, málið svo eggin eins
og ykkur finnst fallegt og setjið borða í gegnum götin.
Skemmtilegur partur af þessu föndri væri að fara út með börnunum og finna fallegar greinar og hengja
svo eggin á greinarnar ! Svo getur þú alltaf geymt eggin og notað sem páskaskreytingu í gegnum árin.


Kartöflu páska stimplar
Það sem þú þarft :
• Sæta kartöflu eða bökunar kartöflu
• Málningu & pensla
• Blöð
Aðferð :
Skerið kartöfluna í tvennt og skerið línur eða munstur í hana. Setjið allskonar málningu á kartöfluna og
stimplið á blöðin !

Sokkakanínur sem þarf ekki að sauma
Það sem þú þarft :
Ósamstæðan sokk
Gúmmíteygjur eða tvinna/band
Tússpenna
Fallegan borða
Hrísgrjón
Aðferð :
Setjið sokkinn ofaní glas svo það sé auðveldara að setja hrísgrjónin ofaní. Hellið svo um 1 bolla af grjónum
í sokkinn og festið gúmmíteygju utanum en ekki of þröngt. Skiptið svo hrísgrjónunum í sokknum í tvær
kúlur og setjið aðra gúmmíteygju á milli. Klippið svo auka efnið á efstu kúlunni í tvennt til að búa til eyru.
Teiknið sætt andlit á kanínuna og setjið borða um hálsinn. Þá er kanínan tilbúin og það er auðvitað hægt
að geyma hana og nýta sem páskaskraut næstu árin!

Gleðilega páska!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt