Rafrænt Tíu12 starf – Vika 3

 í flokknum: Bakkinn, Hólmasel, Hundraðogellefu

Hér kemur vikulegi hugmyndabankinn af hlutum sem hægt er að gera heima með börnum úr miðstigi, meðal annars leikir, föndur, bakstur og fleira. Við hvetjum ykkur til þess að láta ykkur ekki leiðast, vera jákvæð og njóta heimaverunnar með fjölskyldunni.

Leikir og föndur

Vinabönd: Hér er að finna leiðbeiningar um það hvernig maður gerir einföld vinabönd. Falleg gjöf sem gleður vini og fjölskyldu. https://skatarnir.is/verkefni-44-vinabond/

 

Tilraun: Hér er hugmynd af tilraunum sem er hægt að prófa heima.

https://www.facebook.com/watch/?v=2683262388662316 

 

30 daga LEGO Áskorun: Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar að 30 daga LEGO áskorun. https://www.heimaveran.is/post/30-daga-leg%C3%B3%C3%A1skorun-%C3%A1-%C3%ADslensku-skr%C3%A1%C3%B0u-%C3%BEig-%C3%AD-h%C3%B3pinn?fbclid=IwAR3n5gBcHZQDd3T8C_oeXhZfU5bAwEm45o-BpEY1NMIO4Z6Ju7Lmw0LvSe8 

Skák:

Skák eflir rökhugsun og reynir á sköpunargáfuna, skák er skemmtileg hugaríþrótt. Það er alltaf gaman að spila skák við vini sína og fjölskyldu en það er ekki alltaf sem skák borð er við hendi. Það er hægt að leysa með síðunni Chess.com. Á þessari síðu er hægt að spila við vini sína í gegn um netið og jafnvel við fjölskylduna sína með einum síma eða tölvu sem skipst er á að nota.

Einnig er hægt að fá daglegar skákþrautir og einfaldar sem og flóknar kennslur í skák í gegnum síðuna.

Ef þú kannt ekki mannganginn þá er hérna slóð að frábærum leiðbeiningum sem hjálpa manni að læra skák frá grunni.

https://www.chess.com/is/skak

Origami Jólasveinn:

Það fer að stittast í jólin og þýðir það að skrautið fer að koma sér fyrir allsstaðar á heimilinu. Hérna er sniðug Origami uppskrift af frábærum jólasvein sem hægt er að lita og skreyta að vild. Gerðu heimilið flottara yfir jólin með þínu eigin skrauti!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt