Rímnaflæði og Söngkeppni Breiðholts

 í flokknum: Ekki forsíða, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Margt hefur á dagana drifið í félagsmiðstöðvunum í Breiðholti undanfarið. Síðasta föstudag, þann 17. nóvember, var Rímnaflæði haldið í Fellaskóla. Rímnaflæði er rappkeppni félagsmiðstöðvanna og er haldið af Miðbergi í samstarfi við Samfés. Alls tóku 14 atriði þátt, en um 400 ungmenni mættu til að fylgjast með keppninni. Einnig var hægt að fylgjast með viðburðinum í beinni útsendingu á RÚV2. Stemningin í Fellaskóla var mjög góð, en t.d. Góði Úlfurinn, Johnny Boy, Jói Pjé og Króli komu með skemmtiatriði og fengu góðar undirtektir.

Söngkeppni Breiðholts 2017 verður haldin miðvikudaginn 13. desember. Keppnin fer fram í Breiðholtsskóla, og er undankeppni fyrir söngkeppni Samfés sem haldin er í mars. Skráning þátttakenda er hafin í félagsmiðstöðvunum í Breiðholti en við hvetjum sem flesta til að taka lagið í keppninni. Einnig verður hægt að koma í Breiðholtsskóla 13. desember og hvetja keppendur áfram kl. 19:30.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt