Rútan og Facebookhópur.

 í flokknum: Vinasel

Fyrsti dagurinn gekk bara ágætlega fyrir sig. Núna fyrstu vikuna er nóg að læra fyrir öll nýju börnin og nóg af nöfnum fyrir okkur starfsmennina að læra. Við verðum ekki með mikla dagskrá fyrir 1. bekk núna fyrstu vikuna og leggjum meiri áherslu á að þau fái að kynnast rýminu og leika sér með það sem er í boði.

Íþróttarútan byrjar á mánudaginn. Með þessum pósti er skjal sem foreldrar verða að fylla út ef að starfsfólk Vinasels á að senda börnin á æfingar eða aðrar tómstundir. Blaðinu má skila í tölvupósti (óundirrituðu) eða útprentuðu. Það er á ábyrgð foreldra að láta Vinasel vita ef tómstundir falla niður. Að gefnu tilefni bendum við á að börnin eiga ekki að bera ábyrgð á því að miðla til okkar upplýsinga um hvort þau eigi að fara á æfingar eða ekki, það er á ábyrgð foreldra. Við gerum okkar allra besta í að koma öllum á sinn stað. Þetta er mikið utanumhald  og fyrstu vikuna má búast við einhverjum erfileikum á meðan þetta er að komast af stað. Góð upplýsingagjöf frá foreldrum er grundvallaratriði í því að þessir hlutir gangi vel. Það fer mikill tími og orka hjá okkur í að leysa úr vandamálum sem mæti auðveldlega leysa ef foreldrar gefa sér tíma í að skila æfingablöðum til okkar og upplýsa okkur um breytingar á æfingum, frí osfrv. Við erum að fara að funda með ÍR í vikunni þannig að þetta verður vonandi allt mjög skýrt og í góðum farvegi þegar rútan fer af stað á mánudaginn.

Í vetur verðum við með Facebook hóp (group) fyrir foreldra. Hópurinn verður lokaður og aðeins fyrir foreldra barna í Vinaseli að hverju sinni. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæðið til foreldra, að auðvelda okkur að deila gagnlegum upplýsingum til ykkar á aðgengilegri hátt. Við viljum að foreldrar noti tölvupóst áfram til þess að koma upplýsingum til okkar og spurningum og athugasemdum. Við áskilum okkur rétt til að eyða athugasemdum sem okkur finnst ekki eiga heima á þessum vettvangi.

Það er best að hringja í mætingarsímann okkar ef þið þurfið að heyra í okkur eftir hádegi: 664-4330

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt