Síðasta vika, heilldagur 12. október og vetrarfrí 21.-25. október

 í flokknum: Vinasel

Við gerðum heilmikið í síðustu viku. Við söfnuðum hugmyndum frá börnunum til að gera skemmtilegt á miðvikudaginn. Börnin kusu síðan hvað þau vildu gera og ís, horfa á mynd og pakkaleikur urðu fyrir valinu í þetta sinn. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt annað í vikunni eins og að vera með Jógaklúbb, hekluðum og vorum með krakka-kviss.

12. október er foreldradagur í Seljaskóla.  Þá er hægt að skrá börnin í lengda viðveru í Vinaseli. Það er hægt að skrá börnin hálfan eða heilan dag og líkur skráningu á miðvikudaginn (5.10.22). Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega óháð því hvort barnið er hálfan eða heilan dag. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á Vala.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað farið úrskeiðis í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

21.-25. október er vetrarfrí í Seljaskóla og þá er líka lokað í Vinaseli.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt