Tómstundir og dagskrá .

 í flokknum: Vinasel

Við erum búin að fara hægt af stað með dagskrána en erum búin að setja ýmislegt skemmtilegt á dagskránna fyrir þessa viku. Við ætlum að vera með hekluklúbb, stopdans, bingó og margt fleira skemmtilegt. Við ætlum líka að vera með skipulegt starf í útiveru og ætlum m.a. að bjóða upp á pókó og skotbolta.  Það hafa verið töluverð veikindi hjá starfsmönnum hjá okkur sem hefur þrengt að okkur varðandi dagskrá en við höfum sloppið við Covid smit sem er kannski það sem mestu máli skiptir.

Minnum á að skila inn blöðum fyrir íþróttir og aðrar tómstundir. Blaðinu má skila rafrænt eða útprentuðu. Íþróttarúta ÍR gengur frá Vinaseli í Austurberg á hverjum degi og fá börnin fylgd frá starfsmanni Miðbergs frá Vinaseli í rútuna. Það er á ábyrgð foreldra að láta Vinasel vita ef tómstundir falla niður. Að gefnu tilefni bendum við á að börnin eiga ekki að bera ábyrgð á því að miðla til okkar upplýsinga um hvort þau eigi að fara á æfingar eða ekki, það er á ábyrgð foreldra. Við gerum okkar allra besta í að koma öllum á sinn stað. Þetta er mikið utanumhald  og fyrstu vikuna má búast við einhverjum erfileikum á meðan þetta er að komast af stað. Góð upplýsingagjöf frá foreldrum er grundvallaratriði í því að þessir hlutir gangi vel. Það fer mikill tími og orka hjá okkur í að leysa úr vandamálum sem mæti auðveldlega leysa ef foreldrar gefa sér tíma í að skila æfingablöðum til okkar og upplýsa okkur um breytingar á æfingum, frí osfrv. Ef þið eruð með athugasemdir varðandi æfingar, æfingatíma eða rútuna þá vinsamlegast snúið ykkur til ÍR.

Í Vinaseli er farið í útiveru á hverjum dagi. Það er því mikilvægt að börnin séu með föt við hæfi.

Þegar börnin eru sótt þarf að láta starfsfólk vita þannig að við getum merkt barnið út á mætingarlistanum okkar.

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt