Ungmenni á fund borgarstjórnar

 í flokknum: Bakkinn, Hellirinn, Hólmasel, Hundraðogellefu

Í gær flutti Natalía Lind Hagalín tillögu á borgarstjórnarfundi fyrir hönd ungmennaráðs Breiðholts. Tillagan fjallaði um kynhlutlaust umhverfi í grunnskólum Reykjavíkurborgar. En lagt var til að fela skóla- og frístundasviði í samstarfi við umhverfis og skipulagssvið það verkefni að afnema kynjaskiptingu í grunnskólum Reykjavíkurborgar
þar sem því verður við komið.

Eftirfarandi er úr greinargerð þeirra:

„Meðvitund um málefni kynsegin einstaklinga í samfélaginu hefur farið vaxandi síðustu ár og
meðfram henni hefur skapast umræða um þá útilokun sem kynjatvíhyggja hefur í för með sér.
Þessi tvíhyggja birtist okkur á flestum stöðum í samfélagi okkar, líka í grunnskólum
borgarinnar til að mynda með kynjaskiptum salernum, gjarnan í tímum á borð við íþróttir og
jafnvel í hópaskiptingu í hefðbundinni faggreinakennslu. Þetta hefur í för með sér gífurlega
neikvæð áhrif á líðan þeirra nemenda sem finna sig ekki innan þessarar tvíhyggju og getur
haft í för með að þeir upplifi sig hvorki örugga né velkomna innan veggja skólans og úr því
þarf að bæta.“

Ungmennaráð úr öllum hverfum borgarinnar fluttu tillögur sínar og var virkilega gaman að sjá hvaða málefnum unga fólkið okkar brennur fyrir og vonandi fá sem flestar þeirra tillagna brautargengi hjá borginni.

Hægt er að lesa nánar um hugmyndirnar sem ungmennin fluttu hér:

https://reykjavik.is/frettir/ungmenni-funda-med-borgarstjorn-2

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt