Vetrarleyfi, bolludagur og öskudagur.

 í flokknum: Vinasel

Það styttist í vetrarleyfið, sem er 22. og 23. febrúar. Þá er lokað hjá okkur í Vinaseli og í Seljaskóla. Við erum enn þá í hólfaskiptingu, megum hafa 50 börn saman í hólfi. Reglugerðin um skólastarf rennur út í lok febrúar og vonandi fáum við að sameinast þá. Á mánudaginn er bolludagur og ætlum við að bjóða börnunum upp á bollur. Á miðvikudaginn er auðvitað öskudagur. Vegna hólfaskiptingar verðum við að vera í hólfum á öskudaginn og getum ekki haft sameiginlega skemmtun með öllum börnunum. Við setjum samt tónlist á fóninn og höfum gaman. Við sendum börnin í íþróttir eins og venjulega þannig að þið passið að láta okkur vita ef barnið ykkar á ekki að fara á æfingu.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00. Ef þið þurfið að koma upplýsingum til okkar eftir þann tíma þá þurfið þið að hringja.

Minnum á að ef þið ætlið að breyta fjölda daga í vistun barnsins þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt