Vetrarstarf hafið á ný í hundraðogellefu

 í flokknum: Hundraðogellefu

Félagsmiðstöðin hundraðogellefu hefur opnað aftur eftir sumarfrí. Okkur hlakkar mikið til að hefja starfið með börnunum í hverfinu, hitta þau eftir fríið og heyra hvað þau hafa haft fyrir stafni í sumar. Í upphafi hvers mánaðar verður dagskrá mánaðarins sett hingað inn á heimasíðuna auk þess sem foreldrar fá reglulega upplýsingapósta um starfið. Farið verður eftir gildandi reglugerðum um sóttvarnir. Opið verður fyrir unglinga í 8.-10. bekk  á mánudags, þriðjudags og miðvikudagskvöldum frá 19:00-22:00 og á föstudagskvöldum frá 19:00-23:00. Þá er einnig opið á mánudögum og miðvikudögum frá 14:00-17:00.

Þá hefur félagsmiðstöðin einnig opnað aftur fyrir börn í 5.-7. bekk. Fyrir þau sem eru í 5. og 6. bekk er opið á þriðjudögum frá 14:30-16:30 og einnig á föstudögum frá 17:00-18:45. Fyrir börn í 7. bekk er opið á miðvikudögum frá 17:00-19:00 og á föstudögum frá 17:00-18:45.

Við viljum hvetja ykkur foreldar/forráðamenn til þess að hvetja börnin ykkar til að taka þátt í starfi félagsmiðstöðvarinnar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt