Veturinn fer af stað í félagsmiðstöðinni 111

 í flokknum: Ekki forsíða, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Hundraðogellefu

Í kvöld hefst vetrarstarf í félagsmiðstöðinni Hundraðogellefu að nýju. Mikil tilhlökkun er fyrir vetrinum og það er margt spennandi á döfinni. Dagsetningar yfir helstu viðburði má finna hér á heimasíðunni en einnig má finna dagskrá mánaðarins.

Opnanir fyrir unglinga í 8.-10. bekk verður með sama sniði og síðasta vetur. Opið verður á mánudags, þriðjudags, miðvikudags og föstudagskvöldum frá kl. 19.30 – 22.00 nema á föstudögum er opið til 23.00. Einnig verður opið á dagvöktum frá 14.00-17.00 á mánudögum og miðvikudögum. Því ættu allir að geta fundið tíma sem hentar til að kíkja við í Hundraðogellefu 🙂

Tíu12 ára starfið okkar verður þrisvar í viku í vetur. Á þriðjudögum er opið fyrir 5. og 6.bekk frá kl. 15-17. Á fimmtudögum er opið fyrir 7.bekk á sama tíma, 15-17. Einnig verður opið fyrir 5., 6. og 7. bekk á föstudögum í vetur kl. 17:00-18:45.

Við hlökkum til að sjá sem flesta í Hundraðogellefu í vetur!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt