Við erum búin að vera að bralla eitt og annað þessa vikuna

 í flokknum: Hraunheimar

Við fórum í veiðiferð niður í Elliðaárdal til að veiða síli en lítið var um veiði í þessari ferð en börnin voru ánægð. Við fórum á skólalóð hjá Hólabrekkuskóla þar sem farið var meðal annars á nýja brettapallinn sem er mjög vinsæll þessa dagana. Heklklúbburinn byrjaði í vikunni og voru börnin mjög spennt fyrir honum. Útinámsklúbburinn byrjaði í gær og var farið á kóngulóavefinn í leiki en þessi klúbbur mun vera einu sinni í viku í vetur og verður eitt og annað í boði í þeim klúbbi eins og ferðir niður í dal og útieldum. Bakstursklúbburinn byrjar í dag og ætlum við að nýta okkur kaffihúsið í Miðbergi fyrir þann klúbb. Við munum bæta við fleiri klúbbum í dagskrána hjá okkur næstu vikur.
Í vetur ætlum við að finna stað í nágrenninu og taka mynd þar í byrjun hvers mánaðar með börnum og hengja upp og fylgjast þannig með hvernig árstíðarnar hafa áhrif á umhverfið okkar. Í dag 1. sept tökum við fyrstu myndina og hengjum hana upp á mánudaginn.
Minnum við á að gott er að merkja föt barnanna þar sem við höfum ekki yfirsýn yfir hver á hvað og það myndi auðvelda bæði barninu og okkur að þekkja fötin svo þau komist til skila.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt