Vikan 10.-14. janúar

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Góðan daginn og gleðilegt ár. Síðasta vika fór í að koma okkur aftur í gírinn eftir jólafrí og var sú vika ágætlega góð hjá okkur miðað við aðstæður.
Í þessari viku ásamt þeirri síðustu erum við enn í hólfaskiptingu eins og við vorum með fyrir jólafrí. 1. og 2. bekkur eru því í sitthvoru hólfinu, þar sem það má aðeins vera 50 börn í hverju hólfi. Við reynum okkar besta að halda starfinu uppi og hafa það sem skemmtilegast fyrir börnin en þessar aðstæður geta gert okkur svolítið erfitt fyrir, því væri gott ef að þið getið haldið áfram að vera dugleg að láta okkur vita um fjarvistir þannig að við getum skipulagt okkur út frá því <3

Við viljum minna á að við í Álfheimum opnum kl 13:40 á bólusetningardegi barnanna sem er miðvikudaginn 12. janúar.

Í þessari viku erum við með hefðbundið val, ásamt því er í boði allskyns handavinna og listsköpun.

Við viljum minna á að mikilvægt sé að börnin séu með aukaföt í töskunni ásamt regnfötum og/eða öðrum hlýjum fatnaði, þar sem að við reynum að nýta okkur útiveruna vel á þessum tímum.

Dagskrá vikunnar er að finna hér fyrir ofan.

Eigið góða viku sem fram undan er.

Kær kveðja Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt