vikan 11.-15. okt

 í flokknum: Álfheimar, Óflokkað
Kæru foreldrar og forráðamenn
Síðustu tveir dagar voru lengd viðvera, þá daga var starfið heldur óhefðbundið. Á mánudaginn buðum við uppá bingó sem vakti mikla gleði hjá börnunum og í gær var algjört perluævintýri hér í Álfheimum. Í dag og það sem eftir er vikunnar verður starfið aftur hefðbundið og almennt val verður í boði ásamt því að við ætlum að bjóða börnunum uppá ferðaklúbb á morgun, fimmtudaginn 14. okt. Þau börn sem skrá sig í þann klúbb verða komin aftur til baka rétt fyrir klukkan 16:00 í Álfheima. (Endilega látið vita ef að börnin geta ekki tekið þátt í þeim klúbb).
Við viljum minna á að mikilvægt er að börnin séu með aukaföt í töskunni, ásamt regnfötum. Við viljum einnig minnast á símaúr barnanna, þau eiga að vera ofan í tösku þegar að börnin eru í frístund og viljum við að foreldrar hafi samband við okkur þegar það þarf að ná til barnanna ekki hringja í úrin fyrr en eftir að frístundinni líkur.
Vetrafrí skólanna er 22, 25 og 26. október og þá er lokað bæði í skólanum og á frístundaheimilinu.
Miðvikudaginn 27. október er alþjóðlegi bangsadagurinn. Börnin mega því mæta með bangsa í frístundaheimilið þann dag 😊
Eigið góða viku sem framundan er. Bestu kveðjur
Starfsfólk Álfheima 😊
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt