Vikan 2-6. janúar

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldra og forráðamenn

Við í Álfheimum viljum þakka fyrir liðið ár og óska ykkur gleðilegs nýs árs. Hlökkum til að sjá börnin aftur eftir jólafrí <3

Hefðbundna valið okkar er alltaf á sýnum stað, ásamt því verður beiblade klúbbur og á föstudaginn pókemon klúbbur.

Einnig er að fara af stað nýtt þema sem er galdra þema. Þar sem að rýnt verður í sögu Harry Potters og hvatt börnin í lestri, ásamt því að föndra ýmislegt galdra tengt og farið í galdra leiki.

Við minnum áfram á að börnin komi klædd eftir veðri og er snjógallinn mikilvægur þessa dagana. Einnig er gott að hafa auka föt í töskunni hjá börnunum, sokka og þess háttar.

Símar og símaúr eiga ennþá að vera í töskunni þar sem að skólinn er símalaus skóli og minnum við á að hafa samband við okkur ef það þarf að koma upplýsingum til barnanna.

  1. og 8. febrúar er foreldraviðtöl í skólanum og því opið í Álfheimum frá kl 8:00. skráning er hafin inná völu fyrir þessa daga.

Vetraleyfi skólans og Álfheima er 23. og 24. febrúar og er því lokað bæði í skólanum og Álfheimum.

Við starfsfólk Álfheima sendum góðar nýárskveðjur til ykkar <3

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt