vikan 2.-6. maí

 í flokknum: Álfheimar, Óflokkað

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í þessari viku erum við með hefðbundið val, ásamt því verðum við með listahugleiðslu, Vinabönd og Beyblade klúbb.

Beyblade er nýr klúbbur hjá okkur, börnin hafa verið að æfa sig undanfarnar vikur í að æfa tæknina sem fylgir beybladeinu. Síðasta föstudag var síðan úrslitakeppni, þar sem að sigurvegarinn fékk farandsbikar, sem fer milli keppenda sex daga í senn og fær því sigurvegarinn að njóta bikarsins í 6 daga, þar til að nýr sigurvegari tekur við bikarnum.

Þriðjudagurinn 3. maí (á morgun) er heill dagur í Álfheimum og þurfa börnin sem eru skráð á þann dag að mæta með 2 nesti, hlý föt, vatnsbrúsa og aukaföt. Við í Álfheimum bjóðum upp á hádegisnesti. Við minnum á að skráning er bindandi og ekki er hægt að afskrá eða nýskrá þennan dag.

  1. maí verðum við með Eurovision partý hjá okkur í Álfheimum 😊

Síðasti dagur í frístundaheimilinu fyrir sumarfrí er föstudagurinn 3. júní.

Við viljum minna á að mikilvægt er að börnin séu með aukaföt í töskunni ásamt regnfötum og/eða öðrum hlýjum fatnaði, þar sem að við reynum að nýta okkur útiveruna vel. Minnum á að Álfheimar eru símalaus eins og skólinn og eiga því símar og símaúr að vera í töskunni á meðan börnin eru í Álfheimum, ef að það þarf að koma skilaboðum til barnanna að hafa frekar samband við okkur og við komum því áleiðis til þeirra. Símanúmer Álfheima er 664-4304 og tölvupóstur alfheimar@rvkfri.is

Dagskrá vikunnar er að finna hér að ofan.

Eigið góða viku sem fram undan er.

Kær kveðja Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt