vikan 20-24. febrúar

 í flokknum: Álfheimar
Kæru foreldrar/forráðamenn
Góukaffi í dag
Það er margt og mikið um að vera í Álfheimum þessar vikurnar og hefur verið mikið fjör og gaman.
Við fórum með 2 atriði áfram í aðalkeppni Breiðholt Got Talent hæfileikakeppni frístundaheimililana og stóðu börnin sig afar vel.
Við erum að keyra Harry Potter þemað og voru börnin að búa til galdrasprota í síðustu viku, börnin hafa gaman af þemanu og eru þau áhugasöm að kynnast galdraheimi Harry Potter. Galdrasprotagerðin mun halda áfram í dag.
Það er mikið um að vera í þessari viku. Í dag er Góukaffi kl 15:30-17:30 fyrir allar mömmur, ömmur, frænkur eða vinkonur, væri gaman ef einhver þeirra getur komið og gætt sér á bollu og föndrað með börnunum sínum (systkini auðvitað velkomin).
Á miðvikudaginn er öskudagur, dagurinn hjá okkur Álfheimum er hefðbundinn að því leytinu að við byrjum á sama tíma og venjulega kl 13:40 og munum við setja diskóljós á í salnum og virða fyrir okkur alla skemmtilegu búningana. Fyrir veturinn fékk Miðberg frístundamiðstöð styrk til að fjárfesta í boxpúðum og fylgihlutum. Þetta verður eitthvað sem er ekki alltaf í boði og verður undir leiðsögn starfsmanns.
Á fimmtudag og föstudag er Vetrarfrí skólans, og því er LOKAÐ bæði í Álfheimum og skólanum. 
Opnað hefur verið fyrir skráningu á heila daga vegna starfsdags skólans þann 17.mars og í páskafríinu. Seinasti skráningadagur vegna starfsdags 17.mars, er 3.mars og seinasti skráningadagur fyrir páskadagana, er 20.mars.
Við minnum á að vera dugleg að fara yfir óskilamuni barnanna (endilega kíkja í körfurnar í dag).
Ef það eru einhverjar spurningar eða eitthvað óljóst, þá biðjum við ykkur að hafa samband við okkur í frístundaheimililnu 664-4304 eða alfheimar@rvkfri.is
Annars óskum við ykkur bara góðrar viku og njótið bolludagsins 😊
Hér í viðhengi er að finna dagskrá fyrir þessa viku
Bestu kveðjur,
Starfsfólk Álfheima
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt