Vikan 21.-25. mars

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í þessari viku erum við með hefðbundið val, ásamt því verðum við með listahugleiðslu, söngklúbb og íþróttaklúbb.

Leiklistaræfingarnar eru í fullu gangi þessa dagana, leiklistasýningin verður 1. apríl og sýna börnin leikritið Ávaxtarkarfan. Væri æðislegt ef að þið foreldrarnir getið hjálpað okkur að minna börnin á að æfa sig í lögunum heima <3

Skráning fyrir heilu dagana um páskana er hafin, þetta eru dagarnir 11., 12. og 13. apríl og er seinasti dagur til skráningu er mánudagurinn 4. apríl. Ekki er hægt að taka á móti óskráðum börnum eftir þann tíma, né af skrá börnin á þessum dögum eftir þann tíma. Minnum á að börnin þurfa að taka með sér tvö holl og góð nesti fyrir þessa daga auk þess hlý föt og auka föt til skiftana. Slóðin á skráningu á heilu dögunum er hér: https://innskraning.island.is/?id=valais&path=%2fvala-fristund-vetur

Við viljum minna á að mikilvægt sé að börnin séu með aukaföt í töskunni ásamt regnfötum og/eða öðrum hlýjum fatnaði, þar sem að við reynum að nýta okkur útiveruna vel á þessum tímum.

Dagskrá vikunnar er að finna hér fyrir ofan.

Eigið góða viku sem fram undan er.

Kær kveðja Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt