Vikan 25. – 29. apríl

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í þessari viku erum við með hefðbundið val, ásamt því verðum við með listahugleiðslu, Gönguklúbb, Beyblade klúbbur og fleira skemmtilegt.

Skráning fyrir heila daginn 3. maí líkur að miðnætti á morgun 26. apríl. Við minnum á að skráning er bindandi og ekki er hægt að af skrá eða skrá eftir þann tíma.

Við viljum minna á að mikilvægt sé að börnin séu með aukaföt í töskunni ásamt regnfötum og/eða öðrum hlýjum fatnaði, þar sem að við reynum að nýta okkur útiveruna vel á þessum tímum.

Hvetjum ykkur áfram til að sækja um frístundaheimili fyrir næsta vetur, börn á leið í þriðja bekk sækja um Hraunheima og börn á leið í annan bekk sækja um áfram í Álfheimum. Hvatning að sækja sem fyrst um til að forðast biðlista næsta haust.

Á morgun opnar fyrir skráningu í sumarfrístund, hægt að skoða upplýsingar, þemu og þess háttar inni á fristund.is.

Það hafa sumar stelpur verið að tala um vinkonudag hjá fótboltafélaginu Leikni á morgun. Þá mega allar stelpur koma og taka þátt í „Stelpustuð“ á morgun kl 16:00 á Leiknisvelli. Við biðjum ykkur að láta okkur vita tímanlega ef þið viljið að stelpan ykkar farið með á þennan vinkonudag. Starfsmaður Álfheima mun svo ganga með hópinn saman út á Leiknisvöll.

Dagskrá Álfheima, er að finna hér fyrir ofan í viðhengi.

Eigið góða viku sem framundan er.

Kær kveðja Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt