Vikan 26.-30 september

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í þessari viku ætlum við að vera með skartgripagerð, leirklúbb og listahugleiðsla í boði ásamt hefðbundna valinu.

Fimmtudaginn 29. september ætlum við að bjóða ykkur foreldrum/forráðamönnum að koma í foreldra kaffi til okkar í Álfheima frá klukkan 16:00-17:00, þar sem að við ætlum að sýna ykkur hvað er búið að vera gaman hjá okkur síðustu mánuði. Við verðum með til sýnis myndir frá vináttu og hópleikja vikunni okkar, listaverk barnanna úr listasmiðjunni og stutta kynningu á starfseminni.

Minnum á að skráning fyrir heilu dagana 6. og 7. október er enn í gangi og skráningu líkur núna á fimmtudaginn 29. september. Ekki er hægt að taka á móti óskráðum börnum eftir síðasta dag skráninga. Slóðin á skráningu á heilu dögunum er hér: https://innskraning.island.is/?id=valais&path=%2fvala-fristund-vetur

Vetraleyfið er 21.-25. október og því lokað bæði í skólanum og hjá okkur í Álfheimum.

Við viljum endilega biðja ykkur um að halda áfram ef þið eruð byrjuð að safna tómum klósettpappírs – og eldhúsrúllum þá væri það vel þegið 😊 Við viljum nota þennan efnivið í listasmiðjunni hjá okkur.

Ef það eru einhverjar spurningar, vangaveltur, eitthvað óljóst eða ef þið eruð ekki fullkomlega sátt við eitthvað þá óskum við eftir að þið hafið samband við okkur strax, því þá eru miklu meiri líkur að hægt sé að tækla hlutina strax og hægt að gera hlutina betur 😊

Ítrekum að merkja vel allan fatnað, nestis box, vatnsbrúsa, húfur og þess háttar.

Við minnum enn þá á að sækja um aðgang á Facebook síðu Álfheima, þeir sem eru með Facebook eða þeir sem að hafa ekki nú þegar sótt um aðgang  https://www.facebook.com/groups/584744923245327

Facebook Group for parents https://www.facebook.com/groups/584744923245327

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt