Vikan 30.- 3. júní

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í þessari viku erum við með hefðbundið val, ásamt því verðum við með listahugleiðslu, bakstursklúbb og Beyblade klúbb.

Miðvikudaginn 1. júní verðum við í Álfheimum ásamt skólanum með vorhátíð. Vorhátíðin er frá klukkan 16:00 til 18:00 og er haldin á skólalóðinni.

Síðasti dagur í frístundaheimilinu fyrir sumarfrí er núna föstudaginn 3. júní.

Einnig viljum við hvetja allir til að sækja um fyrir næsta skólaár.

Við viljum minna á að mikilvægt er að börnin séu með aukaföt í töskunni ásamt regnfötum og/eða öðrum hlýjum fatnaði, þar sem að við reynum að nýta okkur útiveruna vel. Minnum á að Álfheimar eru símalaus eins og skólinn og eiga því símar og síma úr að vera í töskunni á meðan börnin eru í Álfheimum, ef að það þarf að koma skilaboðum til barnanna að hafa frekar samband við okkur og við komum því áleiðis til þeirra. Símanúmer Álfheima er 664-4304 og tölvupóstur alfheimar@rvkfri.is

Minnum á foreldra Facebook Álfheima https://www.facebook.com/groups/3013922632170565

Dagskrá vikunnar er að finna hér að ofan.

Eigið góða viku sem fram undan er.

Kær kveðja Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt