VikaSex

 í flokknum: Bakkinn

VikaSex eða vikan 1. febrúar – 7. febrúar var svokölluð kynheilbrigðisvika þar sem allir sem starfa í skóla- og frístundamálum voru hvattir til að helga vikunni kynheilbrigði. Við í félagsmiðstöðvum Breiðholts tókum að sjálfsögðu þátt í þessu skemmtilega verkefni. Í samstarfi við Jafnréttisskóla Reykjavíkur voru gerð nokkur fræðslumyndbönd þar sem félagsmiðstöðvar starfsmenn ræddu saman um þá ábyrgð sem fylgir kynlífi, hvað sé kynlíf, af hverju sjálfsfróun sé mikilvæg og hvenær maður sé tilbúinn að stunda kynlíf. Myndböndin voru síðan sýnd á kvöldvöktum. Einnig fengum við til okkar hressa krakka sem eru að fara að gefa út samskipta- og kynfræðslu spilið „Sleikur“.   Þau komu í allar félagsmiðstöðvarnar og fengu krakkarnir að prófa spilið með þeim. Við bjuggum til Kahoot spurningakeppni upp úr bókinni „Fávitar“ þar sem spurningarnar snerust um kynlíf, samskipti, líkamann og fjölbreytileika og fengu unglingarnir að spreyta sig á þeim spurningum hjá okkur. Við héldum einnig kökukeppni, myndlistakeppni o.fl. allt í þema VikuSex. Við, starfsfólk félagsmiðstöðvanna í Breiðholti, og unglingarnir okkar vorum ótrúlega sátt með þessa viku.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt