Vikufrétt 18-22. okt

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar og forráðamenn

Nú er ný vika að hefjast í Álfheimum. Það sem að verður í boði ásamt almenna valinu verður Skák klúbbur, vinabönd og listsköpun.

22., 25. og 26. október verður lokað bæði í skólanum og í Álfheimum vegna vetraleyfis.

Miðvikudaginn 27. október er alþjóðlegi bangsadagurinn. Börnin mega því mæta með bangsa í frístundarheimilið þann dag 😊

Við viljum minna á að mikilvægt er að börnin séu með aukaföt í töskunni, ásamt regnfötum.

Við viljum einnig minnast á símaúr barnanna, þau eiga að vera ofan í tösku þegar að börnin eru í frístund og viljum við að foreldrar hafi samband við okkur þegar það þarf að ná til barnanna ekki hringja í úrin fyrr en eftir að frístundinni líkur.

Einnig er dagskrá vikunnar hér fyrir ofan.

Góðar kveðjur inn í vikuna 😊

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt