Vinátta, sól og gleði.

 í flokknum: Vinasel

Í síðustu viku byrjuðu nokkrir nýjir klúbbar í Vinasel: Vináttuklúbbur, Gróðursetningaklúbbur og dekurklúbbur. Í vináttuklúbbnum gera börnin ýmis verkefni sem tengjast samskiptum, talað um tilfinningar og farið í leiki sem tengjast samvinnu. Í gróðursetningaklúbbnum byrjuðu börnin á að safna fræjum úr ávöxtunum sem voru í boði út vikuna og fengu þau svo lítinn blómapott þar sem þau fengu að gróðursetja fræ að eigin vali. Næstu vikur munu þau svo vökva fræin og fylgjast með þeim vaxa. í dekurklúbbnum byrjuðum við á því að hafa naglalakk í boði sem sló alveg í gegn! Næstu verkefni væru að fara í hugleiðslu, leyfa þeim að nudda hvort annað og gera náttúrulega maska með höfrum og fá gúrkusneiðar á augun.

Í síðustu viku var einnig meiri útivera þar sem veðrið var alveg dásamlegt! Loksins var ekki of kalt eða allaveganna þegar staðið var í sólskininu. Krakkarnir hafa gaman að því þegar við spilum tónlist úti og þau fá að dansa og njóta. Minnum á að gott er að hafa létta jakka með í frístund þar sem stundum er ennþá nokkuð kalt enn samt nokkuð hlýtt og þá er léttur jakki eða þykk peysa fullkomin í útiveruna.

Í þessari viku vonumst við eftir að veðrið sé gott aftur eins og í síðustu viku og við munum líka halda áfram með vináttuklúbbinn og gróðursetningaklúbbinn.

Nokkrir hafa spurt um sumarfrístundina og hvenær hægt sé að skrá börnin enn við áætlum að skráning fyrir sumarfrístunda opni eftir sumardaginn fyrsta (20. Apríl).

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt