Vor, Vinátta og Regnboginn.

 í flokknum: Vinasel

Í síðustu viku kláruðum við Harry Potter þemað okkar sem er búið að vera hjá Miðbergi í um mánuð. Börnin hafa tekið persónuleikapróf til að finna út í hvaða Hogwarts húsi þau tilheyra, föndrað töfrasprota, músastiga, bindi og ýmislegt annað og við höfum horft á Harry Potter 1 & 2. Í síðustu viku var líka vor orkan byrjuð að hellast yfir okkur og var föndrað ýmis blóm, sveppi og plöntur í vikunni.

Í þessari viku ætlum við að byrja á nýju þema sem heitir Græna byltingin og þá byrjum við með gróðursetningarklúbb í Vinasel. Í þessum klúbb munu börnin sem taka þátt fá að læra um plöntur, gróður setja fræ og gera ýmislegt annað sem tengist plöntum. í þessari viku er líka vináttuklúbbur að byrja í Vinasel þar sem ýmis verkefni og leikir verða þar sem við reynum að kenna börnunum um vináttu, kærleik og samskipti.

Við minnum á að umsóknir fyrir frístund næsta skólaár eru opnar og börn fædd 2016 og 2017 sækja um í Vinasel enn börn fædd 2015 þurfa að sækja um í Regnbogann. Regnboginn er safnfrístund fyrir börn úr 3.-4. bekk í Seljaskóla og Ölduselsskóla og í gegnum árin hafa verið biðlistar með að komast inn þannig við hvetjum ykkur til að sækja um sem fyrst. Páskarnir eru líka á næsta leiti og yfir páskana er opið hjá Vinasel 3.-5. apríl þannig opið er fyrir skráningu fyrir þessa daga á Völu.

Minnum svo á að á Miðvikudaginn 15. mars er heill dagur hjá okkur í Vinasel og þá er lokað í skólanum og hjá okkur nema fyrir börnin sem eru skráð.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt