Félagsmiðstöðin Bakkinn er staðsett í Breiðholtsskóla. Félagsmiðstöðin hefur verið starfrækt frá árinu 2010 og þjónustar börn og unglinga á aldrinum 10-16 sem búsett eru í Bakkahverfi.
Gildi Bakkans
Hann/he
Hún/she
Bríet vinnur mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga
Bríet works Mondays, Tuesdays, Thursdays and Fridays
Hann/he
Hún/she
Markmið félagsmiðstöðvarinnar Bakkans er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.
Sameiginlegt Nemendaráð félgasmiðstöðvarinnar Bakkans og Breiðholtsskóla er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar og félagsstarfskennara í skólanum. Fulltrúar nemenda í 8.- 10.bekk eru kosnir í byrjun skólaársins og sem sjá þeir meðal annars um að búa til dagskrá og halda utan um viðburði í félagsmiðstöðinni í hverjum mánuði.